Ársskýrsla 2023
Skýrsla aðalstjórnar Handknattleiksdeild Hnefaleikadeild Knattspyrnudeild Knattspyrnudeild Þór/KA Körfuknattleiksdeild Píludeild Rafíþróttladeild Taekwondodeild Viðburðir Íþróttafólk Þórs Látnir félagar Lög félagsins Stjórnir deilda 2 3 7 13 17 28 33 43 47 49 51 52 54 58 64 Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2023 Útgefandi og ábyrgðaraðili: Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs Flestar af myndum ársskýrslunnar: Páll Jóhannesson fyrir thorsport.is Skapti Hallgrímsson fyrir Akureyri.net. Ármann Hinrik Kolbeinsson Íþróttafélagið Þór 2023 Allur réttur áskilinn www.thorsport.is
er uppbygging fyrir unga fólkið okkar. Bætt æfingaaðstaða fyrir yngri flokka félagsins er það sem við vinnum með og ætlum að bæta. SKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR Aðalstjórn sú er tók við á aðalfundi félagsins á vordögum 2023 er skipuð eftirtöldum: Nói Björnsson formaður, Ragnar Níels Steinsson varaformaður, Unnsteinn Jónsson gjaldkeri, Þorgils Sævarsson ritari, Eva Björk Halldórsdóttir, Þóra Pétursdóttir, Íris Ragnarsdóttir, Sigurður Pálsson og Jakobína Hjörvarsdóttir. Jakobína sagði sig síðan frá stjórnarstörfum á haustdögum 2023 vegna flutnings suður á land. Einn hætti í stjórn félagsins á aðalfundinum 2023 en það var Ingi Steinar Ellertsson. Þökkum við honum fyrir framlag hans til félagsins. Þóra Pétursdóttir, formaður stjórnar 2022-23, gaf ekki kost á sér í formannsembættið áfram en tók í stað sæti í stjórninni. Sigurður Pálsson kom síðan nýr inn í stjórnina í stað Inga. Hjá Íþróttafélaginu Þór eru 35 stöðugildi á ársgrundvelli og eru átta deildir innan félagsins. Fastir fundir aðalstjórnar voru tveir í mánuði. Töluvert hefur verið fundað með stjórnum deilda félagsins, aðallega til að fylgjast með Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2023 3
Frá hátíðarsamkomu í Hamri á 108 ára afmæli félagsins þann 6. júní 2023 þegar fjórir félagsmenn voru gerðir að heiðursfélögum ásamt því að fjölda félagsmanna var veitt gull-, silfur- eða bronsmerki. Mynd: Ármann Hinrik Kolbeinsson. gangi mála og vera í sem bestum tengslum við sjálboðaliða er starfa innan félagsins. Skipta aðalstjórnarmenn þeim verkefnum á milli sín. Verkefni aðalstjórnar eru margvísleg en aðalverkefni okkar sem stjórnar félagsins eru viðræður við Akureyrarbæ um uppbygginguna á félagsvæði okkar, uppbyggingu sem nær að sameina félagið okkar. Íþróttafélagið Þór er með æfingaaðstöðu út um allan bæ og allt að 35% félagsmanna/iðkenda þurfa jafnvel aldrei að koma í félagsheimilið okkar allan sinn feril í íþróttum og sama má segja um alla þeirra aðstandendur. Það er mottó þessarar stjórnar að tryggja að hafist verði handa við að byggja íþróttahús við Hamar á kjörtímabilinu. Öll okkar nálgun í þessu samtali er uppbygging fyrir unga fólkið okkar, bætt æfingaaðstaða fyrir yngri flokka félagsins er það sem við vinnum með og ætlum að bæta. nú- Við erum með miklar væntingar til verandi bæjarstjórnar og horfum við til þess að byrja á grunni fyrir íþróttahúsi í lok þessa kjörtímabils vorið 2026. 4 Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2023 Að sjálfsögðu mun öll bætt aðstaða nýtast þeim eldri líka. Fyrir liggur að gervigras verði lagt
á Ásinn og eiga þær framkvæmdir að hefjast á haustdögum 2024. Síðan koma þessar eilífu vangaveltur um hvað þarf meira til, til að við getum leikið okkar heimaleiki á þeim velli sem þarna verður settur niður þar til að aðalvöllurinn okkar verður settur gervigrasi. Önnur mál sem vert er að geta hér er upplyfting á Hamri félagsheimilinu okkar. okkar DFK og er það vel, ef rýnt er í það er óhætt að segja að slagorðið okkar sé gríðarlega vel heppnað og munum við nýta okkur það enn frekar en áður. Mikil vinna hefur verið í gangi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum við að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri og upplýsa sveitarstjórnarfólk um aðstöðuleysi okkar. Undanfarin ár hefur húsið verið tekið í gegn en þar sem mikil er umferð er viðhald eilífðarverkefni. Undirbúningsvinna að breytingum hefur verið í gangi í nokkra mánuði. Sama má segja um (Þórshöllina )Íþróttahöllina, heimavöll handboltans og körfunnar, þar hefur verið unnið að ýmsum málum en því miður hefur okkur ekki gengið vel að tryggja okkar fólki viðunandi aðstöðu fyrir þeirra starf nema að litlum hluta. Orðunefnd félagsins vann góða vinnu á árinu fyrir afmæli félagsins, margir voru heiðraðir á afmælidegi félagsins þann 6. júní. Um 35 manns fengu afhent gullmerki félagsins, einnig voru afhent silfur- og bronsmerki. Fjórir heiðursfélagar bættust í hópinn hjá okkur. Virkilega ánægjulegt að sjá allan þann fjölda sem mætti í Hamar á þessum hátíðisdegi okkar. Heilinn hugarþjálfun er einnig verkefni sem hefur verið í gangi hjá okkur og mun verða unnið með áfram. Fram undan er vinna við skipurit félagsins, alltaf koma af og til upp umræður um skipurit félagsins og þurfum við að setjast yfir það á næstu misserum hvort ástæða er til að breyta einhverju þar. Ágæt umræða hefur átt sér stað um slagorðið Eins og áður hefur komið fram er okkur í aðalstjórn mikið í mun að sameina okkar félagsmenn enn frekar. Við erum með miklar væntingar til núverandi bæjarstjórnar og horfum við til þess að byrja á grunni fyrir íþróttahúsi í lok þessa kjörtímabils vorið 2026. Stjórnin skipaði framkvæmdahóp fyrir félagið og hefur Ragnar varaformaður verið okkar lykilmaður þar eins og fram kom á félagsfundi okkar. Mikil vinna hefur verið í gangi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum við að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri og upplýsa sveitarstjórnarfólk um aðstöðuleysi okkar. Einnig hefur verið mikil undirbúningsvinna varðandi skipulag á svæðinu öllu, þarfagreiningu og staðsetningu íþróttahússins og margt fleira. Ýmsar sviðsmyndir hafa verið dregnar upp varðandi svæðið og næsta nágrenni. Það eru spennandi tímar fram undan hjá félaginu okkar. Stefnum við á að boða til annars félagsfundar á vordögum 2024 og upplýsa okkar fólk um stöðu mála. Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2023 5
Rekstur félagsins er og verður alltaf mjög krefjandi, árið 2022 var félaginu frekar erfitt þegar á heildina er litið en árið 2023 tók reksturinn kipp í rétta átt og niðurstaðan er mjög góð fyrir 2023. Í þessu umhverfi er þekking starfsfólks félagsins gríðarlega mikilvæg og njótum við þar mikillar gæfu. Staða deilda félagsins er mjög misjöfn, sumar deildir eru að vinna við mjög krefjandi aðstæður meðan aðrar eru reknar með miklum ágætum. Unglingaráð deildanna spila stór hlutverk innan félagsins og eru ráðin vel mönnuð og virkilega spennandi tímar framundan. Iðkendur hjá félaginu eru um 1.100 einstaklingar, töluverð fjölgun hefur orðið í körfunni hjá okkur og einnig í handboltanum. Píludeildin hefur einnig vaxið mikið og er hún sú stærsta á landinu samkvæmt síðustu fréttum. Aðstaðan hjá deildinni er einstaklega vel heppnuð, en eins og víða annars staðar hjá okkur er deildin búin að sprengja aðstöðuna hjá sér og erum við að skoða alla möguleika til að stækka þeirra aðstöðu. Unglingastarf píludeildarinnar er vaxandi og er það vel, mikill áhugi er á pílu eins og sést hefur og þar sjáum við hvað sjónvarpið áorkar miklu við að lyfta upp íþróttagreinum. Hnefaleikadeildin er í ágætri aðstöðu í Laugargötunni en þolir vel að fá meira pláss undir sitt starf. Nýkringdir Starfsemin í rafíþróttadeildinni er einnig búin að sprengja utanaf sér húsnæðið eins og margar okkar deilda og er húsnæðisskorturinn farinn að standa okkur fyrir þrifum þar eins og víða annars staðar. Það er mikil gróska í starfinu hjá okkur heilt yfir og ánægjulegt að vera þátttakandi í því. Að lokum langar aðalstjórn að þakka starfsfólki félagsins fyrir vel unnin störf á árinu. Einnig viljum við þakka stjórnarfólki og öðrum sjálfboðaliðum fyrir samstarfið, óeigingjarna vinnu, elju og mettnað. Að endingu þökkum við öllum samstarfsaðilum fyrir þeirra aðkomu að framgangi félagsins. Áfram Þór alltaf alls staðar! Aðalstjórn Þórs Unglingaráð félagsins spila lykilhlutverk innan veggja Þórs og í dag eru þessi ráð mjög vel mönnuð og virkilega spennandi tímar fram undan. 6 Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2023
Skýrsla stjórnar handknattleiksdeildar Þórs fyrir starfsárið 2023-2024 Undanfarin ár hafa verið ár uppbyggingar hjá okkur og næstu ár spennandi þar sem ungir leikmenn eru að koma inn í meistaraflokkinn í bland við eldri og leikreyndari leikmenn. Það er markmið deildarinnar að veita ungum leikmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins. Margir efnilegir leikmenn eru smám saman að fá stærra hlutverk með liðinu. Leikmannahópurinn hjá okkur tók litlum breytingum á tímabilinu, í lok síðasta tímabils vorið 2023 fór Færeyingurinn Jonn Rói Tórfinnsson heim og þar með voru engir erlendir leikmenn í liðinu og við hófum nýtt tímabil þar sem heimamenn voru í fararbroddi. Ekki var mikil breidd í leikmannahópnum en að sama skapi opnuðust tækifæri fyrir yngri leikmenn liðsins að fá dýrmætar mínútur sem varð svo að veruleika þar sem margir drengir fara inn í nýtt handbolta ár með sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki í farteskinu. Árangur liðsins hefur verið sveiflukenndur á köflum, en undir stjórn Halldórs Arnar Tryggvasonar og Brynjars Hólms Grétarssonar er unnið hörðum höndum að því að komast upp í Olísdeildina fyrir næsta Deildin hefur lagt mikla vinnu í að ræða við „gamla“ þórsara sem eru að hugsa um að koma „heim“ í Þorpið og spila með okkur Þórsurum á næsta tímabili, ljóst er að ef af verður þá mun endurkoma leikmanna skipta sköpum í þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá okkur. Stuðningur fyrirtækja við handknattleiksdeild Þórs er ómetanlegur og hefur deildin í gegnum tíðina verið lánsöm með trausta bakhjarla. tímabil. Það er markmið deildarinnar að veita ungum leikmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins. 8 Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2023 Við viljum þakka öllum samstarfsaðilum fyrir samstarfið sem og okkar einstöku sjálfboðaliðum.
Deildin hefur lagt mikla vinnu í að ræða við „gamla“ Þórsara sem eru að hugsa um að koma „heim“ í Þorpið og spila með okkur Þórsurum á næsta tímabili. Fyrir deildina starfar samstilltur hópur sem þarf að fjölga enn frekar í því það er vissulega svo að margar hendur vinna létt verk. Fram undan er mjög spennandi tími í handbolta hjá Þór en það eru þrjú atriði sem vega hvað þyngst þar: 1. Mikilvægt er að deildin hafi nægt fólk til starfa í unglingaráði og stjórn handknattleiksdeildarinnar. 3. Bygging íþróttahúss á félagssvæðinu er lykilatriði í áframhaldandi uppbyggingu deildarinnar. Stjórn handknattleiksdeildar Þórs var í upphafi tímabils skipuð fimm manns en í dag eru fjögur í stjórn. Mikil vinna hefur verið á fáum höndum og mikilvægt er að fá nýtt fólk inn til að halda starfi deildarinnar áfram. Stjórn handknattleiksdeildar Þórs 2. Að áframhaldandi fjölgun verði meðal yngri iðkenda og stöðug framþróun meistara-flokks eigi sér stað. Ársskýrsla Íþróttafélagsins Þórs 2022 2023 9 5
Fleepit Digital © 2021